Skipan sveitarfélaga á Íslandi frá 1950

Skipan sveitarfélaga á Íslandi hefur tekið töluverðum breytingum frá 1950 þegar þau voru 229 talsins. Síðan þá hefur þeim verulega fækkað vegna sameininga og frá 1. október 2020 eru 69 sveitarfélög á Íslandi. Notagildi uppskiptingar landins í sveitarfélög á hinum ýmsu tímum getur verið margvíslegt. Um 1970 voru sveitarfélögin 228 og er sú svæðauppskipting til að mynda notuð sem grunnur í flokkunarkerfi Örnefnasafns Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Hér fyrir neðan er hægt að skoða skipan sveitarfélaga á Íslandi frá 1950 til 1. janúar 2021. Upplýsingar eru gefnar um númer og nafn sveitarfélaga sem eru flokkuð eftir landshlutum og hagsvæðum í samræmi við skilgreiningar í mannfjöldaspá Byggðastofnunar.

Leiðbeiningar

Veljið ár og mánuð